Pýramídatala

Úr testwiki
Útgáfa frá 18. febrúar 2024 kl. 15:12 eftir imported>Akigka
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Pýramídatala er heil jákvæð tala, sem táknar þann fjölda kúlna (eða punkta) sem raða má upp í pýramída með tiltekinn fjölda hliða í grunnfleti. Oftast er miðað við að grunnflöturinn sé ferningur, en hann gæti verið þríhyrningur, fimmhyrningur, sexhyrningur og svo framvegis. Hér verður miðað við ferningsgrunnflöt. Slíkir pýramídar sjást stundum í gluggum verslana þar sem appelsínum eða eplum eða einhverju slíku hefur verið raðað upp til skrauts og auglýsingar.

Formúla n-tu pýramídatölu með r hliða grunnflöt er:

X=n22+n3(r613)n(r56)

sem einnig má skrifa sem

X=(r2)n3+3n2(r5)n6

Til þess að raða saman 10 hæða appelsínupýramída með ferningslaga grunnflöt þarf því 385 appelsínur.