Undirstöðusetning algebrunnar

Úr testwiki
Útgáfa frá 23. ágúst 2024 kl. 10:57 eftir 91.208.22.11 (spjall) (Gauss var ranglega kenndur við Sviss. En hann var þjóðverji.)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Undirstöðusetning algebrunnar er mikilvæg stærðfræðisetning, segir að kroppur tvinntalna er algebrulega lokaður. Fjöldi stærðfræðinga reyndi að sanna regluna á 18. öld, meðal annarra Euler og Lagrange en fyrstu fullkomnu sönnunina veitti Frakkinn Jean-Robert Argand árið 1806. Árið 1799 hafði Þjóðverjinn Carl Friedrich Gauss samið sönnun, sem síðar kom í ljós að var götótt. Setningin er, líkt og nafnið ber með sér, mikilvæg niðurstaða í fleiri en einni grein stærðfræðinnar, stærðfræðigreiningu og algebru svo nokkuð sé nefnt.

Framsetning

Látum P vera margliðu yfir tvinntalnasléttuna með tvinntalnafastastuðlum og af stigi n>0. Þá hefur P minnst eina núllstöð. Þ.e. ef P(z)=anzn+an1zn1+...+a1z+a0 þar sem z er tvinntala og an stuðlarnir eru tvinntölur þá er til a.m.k. eitt gildi fyrir z svo P(z)=0.

Snið:Stubbur