Samviðnám

Úr testwiki
Útgáfa frá 24. maí 2020 kl. 15:47 eftir imported>Andel (png -> svg)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Fasamunur á milli merkja

Samviðnám er rafmótstaða í rafrás sem ber riðstraum. SI-mælieining er óm. Í riðstraumsrás er fasamunur á rafstraumi og -spennu eins og má sjá á sveiflusjá. Graf af straumi- og spennu sýnir að ferlar þeirra falla ekki saman eins og þeir munu gera ef rásin bæri jafnstraum. Á myndinni hér til hægri má sjá að sú efri er með strauminn örlítið á undan spennunni en sú neðri sýnir straum örlítið á eftir spennunni.

Stærðfræðilega má tákna samviðnám Z~ með eftirfarandi jöfnu:

Z~=Zejθ,

þar sem Z er spennuútslag (toppspenna), θ er fasamunurinn og j þvertala.

Samviðnám má einnig skrifa þannig:

Z~=R+jX,

þar sem raunhlutinn er R er raunviðnám og þverhlutinn launviðnám X. Fasamunurinn stýrist þannig í raun af launviðnáminu, sem er núll þegar um jafnstraum er að ræða.


Snið:Stubbur