Margliðudeiling

Úr testwiki
Útgáfa frá 6. mars 2025 kl. 21:55 eftir 89.160.129.135 (spjall) (em í en)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margliðudeiling er stærðfræðileg aðferð til að deila einni margliðu í aðra. Þannig fæst margliða af sama stigi, eða lægra en margliðan í teljara ásamt ræðu falli.

Dæmi

Deilum margliðu p(x), með margliðunni q(x), sem ekki er af hærra stigi en p(x) og er ekki núllmargliða, og fáum eftirfarandi:

p(x)q(x)=k(x)+r(x)q(x), þar sem k(x) er kvótamargliða af stigi jafnt og eða lægra en p(x), en r(x) er leifarmargliða af lægra stigi en q(x).

Ef q(x) er fasti, þ.e. núllta stigs margliða, þá breytist stig margliðu p(x) ekki, aðeins stuðlarnir, en r(x) verður núllmargliða.