Eftirtáknun

Úr testwiki
Fara í flakk Fara í leit

Eftirtáknun er ritháttur í stærðfræði þar sem virki er ritaður á eftir þola. Eftirtáknun er gjarnan notuð í tölvunarfræði þar sem ekki þarf að taka tillit til framkvæmdaraðar reiknivirkja eða sviga, heldur er segð lesin frá vinstri til hægri og þarfnast því minna reikniafls.

Sem dæmi væri 2+3 ritað sem 2 3 + með eftirtáknun.

Eftirtáknun er að finna á sumum eldri reiknivélum eins og þeim frá framleiðandanum Hewlett-Packard.

Heimildir

Tengill

Snið:Stubbur