Marglínuleg vörpun

Úr testwiki
Fara í flakk Fara í leit

Í línulegri algebru er marglínuleg vörpun vörpun af fleiri en einni breytistærð, sem er línuleg í sérhverri breytistærð.

Skilgreining

Marglínuleg vörpun af n breytistærðum er vörpun

f:V1××VnW

þar sem V1,,Vn og W eru vigurrúm og

f(v1,,vi+vj,vn)=f(v1,,vi,vn)+f(v1,,vj,vn)
f(v1,,cvi,vn)=cf(v1,,vi,vn)

þar sem c er tala. Þetta má einnig orða þannig að ef öllum breytistæðum nema einni er haldið föstum þá er vörpunin línuleg með tilliti til þeirrar sem er ekki haldið fastri.

Ef n=2 er talað um tvílínulega vörpun, ef n=3 um þrílínulega o.s.frv.

Dæmi

(1) Setja má margföldun í rauntölunum fram sem tvílínulega vörpun, þ.e.

f:×,f(a,b)=ab.

Vel þekkt er að (a+b)c=ac+bc og (ab)c=a(bc) svo að margföldun er tvílínuleg.

(2) Ákveður fylkja má setja fram sem marglínulega vörpun af línuvigrum eða dálkvigrum ferningsfylkis.