Metrar á sekúndu
Metri á sekúndu er bæði einingin fyrir ferð (tölulegt gildi) og hraða (vigur, sem hefur stærð og stefnu) í Alþjóðlega einingakerfinu (SI-kerfinu). 1 metri á sekúndu jafngildir því að hlutur ferðist fjarlægðina einn metra á einni sekúndu. Samkvæmt skilgreiningu á metra, [1] 1 m/s er nákvæmlega af ljóshraða.
Táknið er V og einingin skrifuð ýmist sem 'Snið:Sfrac', m·s−1 eða m/s.[2]
Breytingar á milli eininga
1 m/s jafngildir:
- = 3,6 km/klst (nákvæmlega) [3]
- ≈ 3,2808 fetum á sekúndu (um það bil) [4]
- ≈ 2,2369 mílum á klukkustund (um það bil) [5]
- ≈ 1,9438 hnútum (um það bil) [6]
1 fet á sekúndu = 0,3048 m/s (nákvæmlega) [7]
1 míla á klukkustund = 0,447 04 m/s (nákvæmlega) [8]
1 km/klst = 0,2Snið:Overline m/s (nákvmælega) [9]
Tenging við aðrar mælieiningar
Benz, til heiðurs Karl Benz, hefur verið lagt fram sem tillaga að nafni fyrir einn metra á sekúndu. Tillagan hefur hlotið einhvern stuðning sem, aðallega frá Þýskalandi en var hafnað sem SI eining hraða og hefur ekki náð víðtækri notkun.
Unicode tákn
"metri á sekúndu" er kóðað af unicode við kóðapunkt U+33A7 ㎧ SQUARE M OVER S.[10]
Sjá einnig
- Stærðagráður (hraði)
- Metrar á sekúndu í öðru veldi
- Metrar