Regla Sarrusar

Úr testwiki
Fara í flakk Fara í leit
Regla Sarrusar: heilar hornalínur - óheilar hornalínur

Regla Sarrusar (enska Sarrus' rule eða Sarrus' scheme) er aðferð notuð til að reikna ákveðu 3×3 fylkis. Hún er nefnd í höfuðið á franska stærðfræðinginum Pierre Frédéric Sarrus.

Ef 3x3 fylkið M=(a11a12a13a21a22a23a31a32a33) er tekið sem dæmi þá væri hægt að reikna ákveðu þess með eftirfarandi skema:

Endurtaka skal fyrstu tvo dálka fylkisins fyrir aftan þriðja dálkinn, svo fylkið hafi 5 dálka allt í allt. Leggðu svo saman margfeldi skálínanna sem fara niður (heila skálínan) og dragðu frá margfeldi skálínunnar sem fer upp (óheila skálínan). Úr þessu fæst:

|M|=|a11a12a13a21a22a23a31a32a33|=a11a22a33+a12a23a31+a13a21a32a31a22a13a32a23a11a33a21a12

Líkt skema sem byggir á skálínum virkar fyrir 2×2 fylki: |M|=|a11a12a21a22|=a11a22a21a12

Dæmi

2×2 fylki

Fyrsta dæmið

Sem dæmi má taka 2×2 fylkið

A=(2571)

Þá er margfeldi heilu skálínunnar (2)×1 eða 2 og margfeldi óheilu skálínunar er 7×5 sem er jaft og 35. Svo er margfeldi óheilu skálínunnar dregin frá margeldi heilu skálínunnar en þá fæst 235:

|A|=|2571|=235=37

og því er ákveða fylkisins A 37.

Annað dæmið

Sem dæmi má taka 2×2 fylkið

B=(10514)

Þá er margfeldi heilu skálínunnar 1×(14) eða 14 og margfeldi óheilu skálínunar er 5×0 sem er auðvitað 0. Svo er margfeldi óheilu skálínunnar dregin frá margeldi heilu skálínunnar en þá fæst 140:

|B|=|10514|=140=14

og því er ákveða fylkisins B 14.

3×3 fylki

Sem dæmi má taka 3×3 fylkið

C=(135642251)

Og þá er margfeldi skálínanna sem voru heilar laggðar saman þar sem sú fyrsta er (1)×4×1 eða 4, sú önnur er 3×2×(2) sem er jaft og 12 og sú síðasta er 5×6×5 sem er 150. Svo er margfeldi óheilu skálínanna dregnar frá, en fyrsta skálínan er (2)×4×5 eða 40, sú önnur er 5×2×(1) eða 10 og sú síðasta er 1×6×3 eða 18.

|C|=|135642251|

og

|C|=((1)×4×1+3×2×(2)+5×6×5)((2)×4×5+5×2×(1)1×6×3)

sem er jafnt og

|C|=(412+150)(4010+18)=(134)(32)=134+32=166

og því er ákveða fylkisins C jöfn 166.

Heimildir

  • Gerd Fischer: Analytische Geometrie. 4-te Auflage, Vieweg 1985, ISBN 3-528-37235-4, P.145 (Þýska)
  • Sarrus' rule at Planetmath (Enska)

Snið:Línuleg algebra