Reitafylki

Úr testwiki
Útgáfa frá 16. janúar 2021 kl. 02:45 eftir imported>InternetArchiveBot (Bjarga 1 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Reitafylki[1] er hugtak í fylkjafræði sem á við fylki sem hefur verið skilgreind með minni fylkjum; sem kallast reitir.

Dæmi

Hægt er að skipta fylkinu

𝐏=[1122112233443344]

niður í fjóra reiti sem er hver um sig 2×2 að stærð

𝐏11=[1111],𝐏12=[2222],𝐏21=[3333],𝐏22=[4444].

Þetta reitafylki má tákna á eftirfarandi vegu

𝐏=[𝐏11𝐏12𝐏21𝐏22].

Hornalínu-reitafylki

Hornalínu-reitafylki[2] kallast þau reitafylki sem eru ferningslaga hornalínufylki þar sem stökin í aðalhornalínunni/meginhornalínunni eru ferningsfylki af hvaða stærð sem er (jafnvel 1x1 fylki), og þau stök sem eru ekki á aðalhornalínunni eru 0. Hornalínu-reitafylkið A er ritað á forminu

𝐀=[𝐀1000𝐀2000𝐀n]

þar sem Ak er ferningsfylki.

Heimildir