Massamiðja

Úr testwiki
Fara í flakk Fara í leit
Skopparakringla.

Massamiðja eða þyngdarpunktur er sá punktur í agnakerfi, sem hegðar sér að ýmsu leyti eins og miðja heilsteypts massa. Massamiðjan ræðst af massa og staðsetningu agna í kerfinu og lögun kerfisins.

Skilgreining

Massmiðja 𝐑 agnakerfis er skilgreind sem vegið meðaltal margfeldis staðsetningar 𝐫i og massa, mi:

𝐑=mi𝐫imi.

Ef massadreifing er samfelld með massaþéttleika ρ(𝐫) og heildarmassa M, þá fæst:

𝐑=ρ(𝐫)𝐫 dVρ(𝐫) dV=1Mρ(𝐫)𝐫 dV=1M𝐫dm,

þar sem notast var við breytuskiptin dm = ρ dV í síðast heildinu. Snið:Stubbur