Samfelldni

Úr testwiki
Fara í flakk Fara í leit

Snið:Örsmæðareikningur

Samfelldni er mikilvægt hugtak í örsmæðareikningi og grannfræði. Lýsa má samfelldni falls (losaralega) þannig að fallið sé samfellt ef að hvergi finnast ,,göt" á því, þ.a. að hver punktur ,,taki við" af öðrum, þ.e. fall f er samfellt í punkti y ef það er skilgreint í y og tölugildið |f(y) - f(x)| nálgist núll, þegar punkturinn x "stefni á" y. Annars er fallið sagt ósamfellt.

Samfelldni raungilds falls

Raungilt fall f:XY, sem skilgreint er á hlutmengi rauntalnanna, er sagt samfellt ef það hefur markgildi fyrir einhvern punkt y í iðri formengisins X og að markgildið limxyf(x) sé til og jafnt fallgildinu í y, þ.e.

limxyf(x)=f(y).

Samfelldni í grannrúmi

Fyrir almennt grannrúm gildir að fall f:XY er samfellt þegar fyrir sérhvert opið mengi UY gildir að f1(U) er opið í X. Segja má að f sé samfellt í punkti x ef um sérhverja grennd V um f(x) er til grennd U um x, þ.a. f(U)V.

Samfelldni í firðrúmi

Ef(X,dx),(Y,dy) eru firðrúm er fallið f:XY sagt samfellt í x ef að fyrir öll ε > 0 er til δ > 0 þ.a. dx(x,y)<δdy(f(x),f(y))<ϵ.

Fyrir venjulegu firðina d(x,y) = |x - y| á rauntalnaásnum er skilgreiningin jafngild sígildri "ϵδ" skilgreiningu á samfelldni, sem sett er fram með eftirfarandi hætti:

ϵ>0δ>0x,yA:|xy|<δ|f(x)f(y)|<ϵ.

Snið:Stubbur