Stofnfall

Úr testwiki
Fara í flakk Fara í leit

Stofnfall (stundum nefnt óákveðið heildi) er fall, sem venslað er ákveðnu falli á þann veg að afleiða stofnfallsins er fallið sjálft. Stofnfall er oft táknað með hástaf, t.d. ef F er stofnfall fallsins f , þá gildir:

f(x)dx=F(x)+C sem jafngildir f=F,

þar sem x er breytistærðin, C er fasti og táknið ' stendur fyrir fyrstu afleiðu.

Auðvelt er að finna stofnföll margliða og margra algengra fágaðara falla, t.d. hornafallanna, en stofnföll flestra falla, t.d. gammafallsins eru ýmist óþekkt eða ekki til. Í raun er um undantekningu að ræða ef fall á sér stofnfall, sem tákna má með samsetningu þekktra falla.

Dæmi um útreikning stofnfalls fallsins 10x4:

10x4dx=10x55+C=2x5+C,

þar sem C er ótilgreindur fasti.

Fallið sjálft, fæst síðan með deildun stofnfallsins:

d(2x5+100)dx=10x4.

Ef fall á sér stofnfall þá felst heildun fallsins í að reikna ákveðið heildi, sem er mismunur stofnfallsins í endapunktum bilsins.

Ótengt efni

Snið:Stubbur