Formerkisfall

Úr testwiki
Fara í flakk Fara í leit
Formerkisfallið.

Formerkisfall[1][2] er ósamfellt fall sem tekur gildið 1 þegar breyta þess er neikvæð og 1 þegar breyta þess er jákvæð.

Skilgreining

Þar sem talan núll hefur ekkert formerki er formerkisfall óskilgreint fyrir núll, en stundum er þó eftirfarandi skilgreining notuð, fyrir rauntölur x:

sgn(x)={1ef x<0,0ef x=0,1ef x>0..

Einnig má nota Heavisidefallið H(x) til að skilgreina formerkisfall (nema þegar x=0):

sgn(x)=x|x|=|x|x=d|x|dx=2H(x)1

þar sem |x| er algildi tölunnar x.

Eiginleikar

Hægt er að tákna allar rauntölur sem margfeldi tölugildis þeirra og formerkisfallsins:

x=sgn(x)|x|.(1)

Hægt er að sjá frá jöfnu (1) að þegar skilgreiningin hér að ofan er notuð þá fæst

sgn(x)=x|x|.(2), nema þegar x = 0.

Formerkisfallið er líka afleiða tölugildisins:

d|x|dx=sgn(x)., en er þó óskilgreint fyrir x = 0.

Tvinntalnaformerkisfall

Hægt er að rita formerkisfallið fyrir tvinntölur:

sgnz=z|z|

fyrir hvert z nema þegar z = 0. Formerkisfall sérhverrar tvinntölu z er sá punktur á einingarhringnum í tvinnsléttunni sem er næst z. Þá, þegar z ≠ 0 gildir:

sgnz=exp(iargz),

þar sem arg z er fasahorn z.

Heimildir